Útprentun

Öll prentun fer fram undir ströngum skilyrðum. Til þess að tryggja sem mest gæði fyrir viðskiptavini okkar notum við einungis yfirfarin og vottuð tæki. Við bjóðum upp á einstaka myndir úr gagnagrunni okkar, sem inniheldur yfir 5000 myndir í hárri upplausn.

Val á myndum til útprentunar er nánast ótakmarkað! Við hjálpum þér að búa til þína eigin mynd. Vinsamlegast skoðaðu vörulistana okkar þar sem finna má ótal myndir. Hönnuðir okkar munu aðstoða ykkur við að finna hagstæða lausn. Við hvetjum ykkur til að nota vefsíðuna: www.shutterstock.com (ef þú nýtir þér þjónustu okkar, þá er niðurhal myndanna án kostnaðar).

Til viðbótar myndunum sem kynntar eru í vörulistunum, þá er sá möguleiki fyrir hendi að nota þína eigin mynd. Til þess að prentunin verði skýr, er áskilin að lágmarki 1500 pixla upplausn á hvern metra, t.d. 1500*2000 pixlar, en það dugar til þess að prenta stærð allt að 100*130 cm.

ATH! þegar pantað er loft með útprentun mælum við alltaf með því að panta sýni og staðfesta, áður en fjárfest er í heildarloftinu. 3 sýni (0,2 fermetrar hvert) eru ókeypis. Sýnishorn eru gerð í 1:1 mælikvarða, þannig að þú getur séð nákvæmlega hvernig myndin mun á endanum koma út. Ef ekki er pantað sýnishorn er fyrirtækið okkar ekki ábyrgt fyrir raunverulegri endurgerð litanna og gæðum prentunar.

Við viljum tryggja að þú fáir okkar bestu þjónustu. Póstlisti Plastloft.is er örugg leið til að fylgjast með öllum nýjungum og fréttum frá okkur. 
Þú getur alltaf afskráð þig.

Póstlisti