ALGENGAR SPURNINGAR

Algengar spurningar

 

  1. Fyrir hvaða tegundir rýma henta teygð loft?

Hægt er að setja upp teygð loft í hvaða herbergi/rými sem er. Þau eru alveg örugg.

Notkunarmöguleikar teygðra lofta eru nánast endalausir, en hitastig rýmis þar sem teygt loft er sett upp ætti þó ekki að fara undir 0 gráður. Ekki er heldur mælt með uppsetningu teygðra loftra í rými með hækkuðu hitastigi, s.s. gufubaði o.s.frv.

 

  1. Á hvaða stigi framkvæmda er mælt með við uppsetningu teygðra lofta?

Teygð loft er hægt að setja upp bæði meðan á endurnýjun stendur, og einnig að henni lokinni. Það er aðeins eitt skilyrði – að veggir ættu að vera tilbúnir.

 

  1. Er nauðsynlegt að taka út húsgögn og fjarlægja veggfóður við uppsetningu teygðra lofta?

Við uppsetningu er hitastigið u.þ.b. 60 gráður.

Ekki er þörf á að fjarlægja húsgögn, því hvorki húsgögn né aðrir hlutir í rýminu verða fyrir skemmdum.

 

  1. Hver er fjarlægðin milli loftsins og veggsins?

Teygt loft er sett upp í 2-5 cm fjarlægð frá lofti.

Ef þú vilt setja upp e.k. lýsingu í loftið, þarf nauðsynlega að hafa samband við okkur til ráðgjafar við útfærslu smáatriða.

 

  1. Hversu langan tíma tekur að setja upp teygt loft?

Það fer eftir því hversu tæknilega flókið loftið er. Uppsetning á t.d. 20 fermetrum myndi aðeins taka um 4 klukkustundir.

 

  1. Er lykt af teygðum loftum?

Já, það er lykt – eins og af flestum nýjum vörum, en lyktin hverfur eftir nokkra daga.

  

  1. Eru skilin milli PVC-þynna mjög áberandi?

Nei, þau eru ekki mjög áberandi. Þykkt tenginga er aðeins 0,2 mm.

 

8.Hver er endingartími loftsins ?

Endingartími loftsins er nánast ótakmarkaður. Hins vegar veitir fyrirtækið Plastloft tíu ára ábyrgð.

 

  1. Hvaða áhrif hefur vatnsleki í íbúð á teygt loft?

Vatnið mun safnast fyrir í loftinu, þannig að íbúðin sjálf verður ekki fyrir vatnstjóni. Þynna getur haldið 150 lítrum af vatni á fermetra. Ef þetta gerist – hafðu þá umsvifalaust samband við okkur.

 

Þetta er mikill kostur, þar sem loftið verndar rýmið fyrir vatnstjóni og sparar því mikinn kostnað sem ella hlytist.

 

  1. Krefst teygt loft sérstakrar varúðar? Hvernig eru þrif á teygðu lofti?

Teygt loft krefst einskis viðhalds. Teygð loft hafa vörn gegn stöðurafmagni, svo að óhreinindi loða ekki við þau. Nóg er að þrífa teygt loft annað slagið með klúti og glærum rúðuhreinsi

Við viljum tryggja að þú fáir okkar bestu þjónustu. Póstlisti Plastloft.is er örugg leið til að fylgjast með öllum nýjungum og fréttum frá okkur. 
Þú getur alltaf afskráð þig.

Póstlisti

© 2018 AD company ehf. Allur réttur áskilinn.