HELSTU EIGINLEIKAR

HELSTU EIGINLEIKAR

Teygð loft

Teygð loft er gríðarlegur kostur yfir á hefðbundnum kerfisloftum. Í fyrsta sinn birtist á markaðnum vara, sem er miklu betri en núverandi lausnir. Hvers vegna? Það eru nokkrar ástæður:

Teygð loft eru kjörin tilbreyting frá hefðbundnum kerfisloftum. Í fyrsta sinn er komin á markaðinn vara, sem er mun betri en núverandi lausnir. Hvers vegna? Fyrir því eru nokkrar ástæður.

-Skjót uppsetning.

Einstakt teygt loft er unnt að setja upp í baðherbergi, eldhúsi eða herbergi á örfáum klukkustundum. Allt án ryks og hávaða. Uppsetning teygðra lofta tekur einfaldlega nokkrar klukkustundir. Þetta er mögulegt, þar sem ekki þarf að fjarlægja húsgögn eða gera ráðstafanir gegn ryki.

-Fullkomlega slétt.

Ekkert kerfisloft veitir þennan möguleika. Sveigjanleg og varanleg þynna, þar sem strekkt er á milli útveggja, brotnar hvorki né beygist. Það eru engar tengingar til staðar, og teygt loft verður því ávallt óaðfinnanlegt undir öllum kringumstæðum.

Engar sprungur eða rispur.

Notuð er PVC-þynna, sem er sveigjanleg og teygjanleg. Þess vegna helst yfirborð teygða loftsins ávallt óraskað. Þynnan er þess eðlis að þar geta ekki myndast sprungur eða rispur.

-Alltaf hreint.

Málning á lofti er óþörf. Þynnan hefur afrafmagnandi eiginleika, og dregur því ekki til sín ryk. Ef loftið óhreinkast, er nóg að nota heitt vatn og hreinsiefni. Teygð loft eru þvegin jafn auðveldlega og gólf eða veggir – án sérstaks útbúnaðar eða hreinsiefna.

-Ónæmi fyrir raka.

Kerfisloft úr plasti henta ekki baðherbergjum vegna raka. Teygð loft þétta vatnsgufu á yfirborðinu án þess að stöðva hana. Þess vegna þarf aðeins að loftræsta baðherbergið og rýmið ofan loftsins helst þurrt.

-Val á litum og áferð.

Við kaup á teygðu lofti, er hægt að panta margar tegundir af þynnu á nýja loftið. Ekki er nauðsynlegt að velja hvíta þynnu, en hins vegar er hægt að velja yfirborð í hvaða lit sem er (einsleitt, „gradient“, eða með myndum). Áferð getur verið mött, eða spegiláferð. Loftið þarf ekki að vera einsleitt. Hægt er að skipta því í nokkra hluta, úr mismunandi þynnum. Þetta veitir þér möguleikann að hanna þinn eigin stíl.

-Val á formi.

Kerfisloft eru venjulega flöt og óaðalaðandi. Þetta vandamál er úr sögunni með tilkomu teygðra lofta. Mismunandi formgerðir teygðra lofta gera okkur kleift að hanna og setja upp alls konar útfærslur.

-Val á lýsingum.

Mjög auðvelt er að setja upp lýsingu í teygðum loftum. Við getum hannað ljóskastara hvar sem er. Hægt er að fá fjölbreytt úrval af alls konar lýsingu – allt frá ljósakrónum, loftljósum, til trefjaljóstauga (fibre optics lighting), sem gefur „effekt“ af stjörnuhimni með mismunandi litum.

 -Ný tegund lýsinga

Ef ekki er ætlunin að setja upp ljóskastara (lampa) í rýminu – má nota lloftið sem ljósgjafa. Það er mögulegt með því að nota viðeigandi þynnu. Ljóskösturum (lömpum) er komið fyrir ofan við þynnu, og á þennan hátt lýsir loftið upp allt yfirborðið. Þessi lausn hentar einnig vel þegar ætlunin er að nota náttúrulegan ljósgjafa (þakljós/ljóra) fyrir ofan loftið.

 -Vatnshelt

Margir þekkja það af eigin raun að hafa orðið fyrir vatnsleka úr nærliggjandi íbúðum. Í slíkum tilfellum kann að þurfa að endurnýja baðherbergi, eldhús eða herbergi sem orðið hefur fyrir slíkum leka. Mikið rigningaveður getur einnig valdið miklu tjóni, og þá kunna hefðbundin kerfisloft að liggja undir skemmdum. Þetta vandamál er ekki til staðir þegar um er að ræða teygð loft. Þynnan verndar rýmið fyrir vatnstjóni, og heldur vatninu í skefjum. Þar sem loftið er vatnshelt getur vatnið eyðilagt viðkomandi rými, s.s. herbergi, baðherbergi eða eldhús.

-Varanlegt

PVC þynna er nægilega öflug til þess að þola nokkur hundruð lítra af vatni. Þess vegna mun loftið ekki skemmast, þótt vatnsleki verði. Hlutir sem kunna að falla úr þaki eða lofti munu heldur ekki valda skemmdum.

-Klyfjar hvorki loft né þak

Vegna samsetningaraðferðar á teygðu lofti verður ekkert aukaálag á lofti eða þaki. Vegna lítillar þyngdar sinni er hún heldur ekki byrði fyrir útveggi. Þess vegna eru teygð loft tilvalin fyrir uppsetningu þar sem um er að ræða gamlar og jafnvel skemmdar innréttingar.

-Eldþolið

Eldvarnarþol PVC-þynnu er vottað með viðeigandi skírteinum. Þess vegna eykur teygt loft öryggisstigið á heimilinu, skrifstofunni og öðrum rýmum.

-Upplitast hvorki né blettast.

Þetta þýðir ekki aðeins að þú getur sparað þér málningarvinnuna, heldur mun einnig gólfið ávallt líta út eins og nýtt. Eina ástæðan til þess að skipta út teygðu lofti kynni að vera sú ef þú með tíð og tíma færð leið á litnum, áferðinni eða forminu.

-Þolir klór.

Teygt loft er fullkomið fyrir sundlaugar og byggingar þar sem mikið er notað af klórvatni. PVC þynna drekkur hvorki í sig vatn né önnur efni. Þetta þýðir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af gulum blettum eða annars konar blettum sem gjarnan myndast á hefðbundnum kerfisloftum.

Við viljum tryggja að þú fáir okkar bestu þjónustu. Póstlisti Plastloft.is er örugg leið til að fylgjast með öllum nýjungum og fréttum frá okkur. 
Þú getur alltaf afskráð þig.

Póstlisti

© 2018 AD company ehf. Allur réttur áskilinn.